Ég heiti Dominika Anna og er löggiltur þýðandi úr íslensku á pólsku. Ég er með MA gráðu í þýðingafræði og hef nokkurra ára reynslu í þýðingum skjala, vefsíðna, markaðsefnis, kvikmynda, fræðsluefnis, samfélagsmiðlafærslna o.fl.
Ég hef einnig IATA ferðaráðgjafaréttindi og reynslu í að skipuleggja margs konar ferðir og viðburði í Póllandi, eins og árshátíðir, ráðningar eða vörusýningar o.fl.
Lingua sérhæfir sig í þýðingum skjala og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga
- Skjöl
- Vefsíður
- Markaðsefni
- úr íslensku yfir á pólsku
- ferðir til Póllands
- tengsl við pólsk fyrirtæki
- tengls við verktaka og viðskiptavini frá Póllandi
- umsjón með samfélagsmiðlum á pólsku
Tilboð er gert í hvert verkefni fyrir sig með tilliti til umfangs og eðlis verkefnisins. Rétt er að taka fram að þegar um þýðingar(verkefni) er að ræða er ekki greitt sérstaklega fyrir mat á textanum sem liggur til grundvallar tilboði. Tilboð skuldbindur heldur ekki viðskiptavini til að panta viðkomandi þjónustu
Verkbeiðnir og óskir um tilboð er hægt að senda, ásamt viðeigandi gögnum, með því að HAFA SAMBAND hér til hliðar og fylla út viðeigandi reiti eða með tölvupósti á netfangið office@lingua.is
Öllum beiðnum er svarað eins fljótt og auðið er með verðtilboði og upplýsingum um áætluð verklok.
Fulls trúnaðar er heitið varðandi allar upplýsingar og skjöl sem berast.